Podcasts by Category

Kvíðakastið

Kvíðakastið

Kvíðakastið

Sálfræðingar spjalla saman um málefni tengd geðheilsu. Þáttastjórnendur eru Katrín Mjöll, Nína Björg og Sturla Brynjólfsson sálfræðingar á Kvíðameðferðarstöðinni og Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.

72 - 69. Hvað er grufl?
0:00 / 0:00
1x
  • 72 - 69. Hvað er grufl?

    Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þættinum tölum við um grufl (rumination), hvernig það lýsir sér, hvenær það er óhjálplegt, hvað við getum gert til að taka eftir því og hjálpleg ráð til að takast á við það.

    Sun, 24 Mar 2024 - 53min
  • 71 - Klippa: Hvernig finnur þú þín lífsgildi?

    Þátturinn er í boði World Class! Brot úr þætti 18. Hvað eru lífsgildi og hvernig tengjast þau markmiðum okkar? Í klippunni förum við yfir spurningar sem hjálpa okkur að finna lífsgildin okkar og af hverju það er mikilvægt. Kvíðakastið er í boði World Class og Reykjavík Foto!

    Sun, 17 Mar 2024 - 06min
  • 70 - 68. Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir - Kynlífsvandi

    Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Aldís Þorbjörg er sálfræðingur hjá Líf og sál. Í þættinum fræðir Aldís okkur um para- og kynlífsráðgjöf, skilgreinir kynlífsvanda, ásamt því að fara yfir algengi og helstu úrræði sem eru í boði. Hún svarar líka nokkrum spurningum hlustenda.

    Tue, 05 Mar 2024 - 1h 22min
  • 69 - 67. Ellen Sif og Vala Thorsteinsson - Líðan og bjargráð Grindvíkinga

    Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Ellen og Vala eru sálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Í þættinum förum við yfir hverjar eru algengar birtingarmyndir af líðan og hegðun einstaklinga sem eru að upplifa náttúruvá, hvað þarf að hafa í huga varðandi líðan barna í þessu ástandi og förum yfir mörg verkfæri sem hægt er að nýta sér á erfiðum tímum til að hjálpa eigin geðheilsu og geðheilsu barnanna sinna. Í lokin förum við yfir hvað aðstandendur og samfélagið getur gert til að hlúa að Grindvíkingum og öllum sem eru að ganga í gegnum erfiðleika.

    Wed, 31 Jan 2024 - 1h 05min
  • 68 - 66. Hvað einkennir góðan sálfræðing?

    Þátturinn er í boði World Class og Reykjavik Foto! Í þættinum förum við yfir hvað hlustendum finnst einkenna góða sálfræðinga ásamt því að ræða hvaða rannsóknir sýna og okkar eigin reynslu á meðferðarvinnu.

    Tue, 23 Jan 2024 - 55min
Show More Episodes