Nach Genre filtern

Að finna taktinn: Breytingaskeiðið

Að finna taktinn: Breytingaskeiðið

Podcaststöðin

Tölum um breytingaskeið kvenna án þess að roðna og vörpum á það jákvæðu ljósi. Þær konur sem fæðast með æxlunarfæri kvenna fara á breytingaskeiðið í kringum fertugt. Þá hefst nýr kafli sem markar í raun síðasta þriðjung æviskeið kvenna og við ræðum bara alls ekki nóg um. Þessi þáttasería er innlegg í að auka umræðuna um breytingaskeið kvenna og draga fram fegurðina í því sem framundan er. Rætt er við allskonar konur um breytingaskeiðið, bæði faglega og reynslulega. Umsjónakona er Sóley Kristjánsdóttir og tónlist gerði Kristján Steinn Kristjánsson

26 - #26 Dr. Rebecca Lewis - "HRT is the safest drug I've ever subscribed!"
0:00 / 0:00
1x
  • 26 - #26 Dr. Rebecca Lewis - "HRT is the safest drug I've ever subscribed!"

    Í þessum hætti spjalla ég við dr. Rebecca Lewis sem er læknir og sérfræðingur í breytingaskeiði kvenna á Newson Health Clinic í Bretlandi. Við töluðum meðal annars um af hverju konur (og læknar) eru svona hrædd við hormónauppbótameðferð, verndandi áhrif hormóna á heilsu kvenna, hormónanotkun og líkur á brjóstakrabbameini og hvort að konur með BRCA genið geti skoðað hormón þegar að þær fara á breytingaskeiðið. Töluðum líka aðeins um testesterón.


    Hún mældi með Balace appinu og að konur geti treyst á að finna nýjar og sannreyndar upplýsingar um breytingaskeiðið og hormónauppbótameðferð hér.

    Thu, 28 Mar 2024 - 54min
  • 25 - #25 Ásdís Ragna, grasalæknir og lýðheilsufræðingur

    Ásdís Ragna, grasalæknir og lýðheilsufræðingur, kom til mín að þessu sinni. Við ræddum að sjálfsögðu allskonar og þar á meðal breytingaskeiðið, mataræði og jurtir sem geta hjálpað konum að takast á við breytingar. Ásdís vissi ung að árum að hún ætlaði að verða grasalæknir og útskrifaðist sem slíkur 2005, sem þýðir að hún hefur unnið með fólki (mest konum) að því að bæta heilsu sína og lífsstíl í 18 ár! Markmið hennar er að hvetja og leiðbeina fólki í að efla heilsu sína með heilsusamlegu mataræði, góðum lífsvenjum og notkun lækningajurta og vinna markvisst í átt að bættri heilsu og orku til frambúðar. Arctic root, Burnirót eða Rhodiola rosea á sér langa sögu sem lækningajurt en hún hefur um aldir verið notuð til að auka orku og efla einbeitingu.Hún er besti vinur margra námsmanna sem taka hana á álagstímum eins og yfir prófatörn. Jurtin getur hjálpað þér að halda einbeitingu, muna betur og mörgum finnst hún meira að segja draga úr prófkvíða. Ashwaganda styður líkamann við að halda kortisóli í jafnvægi og hjálpar okkur að aðlagast og höndla streituvaldandi aðstæður betur. Ég mæli með að kíkja á heimasíðu Ásdísar og glöggva sig betur á hvernig megi stuðla að bættum lífsstíl og góðum venjum sem stuðla að orku og gleði í hversdagsleikanum.

    Fri, 01 Sep 2023 - 1h 07min
  • 24 - #24 Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringaþerapisti: "Höfum hátt!"

    Þorbjörg Hafsteinsdóttir er gestur minn í þessum þætti nr. 24, en hún starfar sem næringaþerapisti og lífsstílsþjálfari, auk þess sem hún hefur skrifað þó nokkrar bækur (þið þekkið líklegast "10 árum yngri á 10 vikum"!). Hún menntaði sig snemma sem hjúkrunarfræðingur, en lærði fljótlega til næringaþerapistans, enda var það áhrif næringar á heilsu og líðan sem vakti áhuga hennar. Það var eigin reynsla hennar af óhóflegri sykurneyslu og að finna lausn undan henni með breyttu mataræði og lífsstíl sem vakti áhuga hennar og markaði það stefnu hennar snemma í lífinu. Hún hefur skrifað þó nokkrar bækur um mataræði og lífsstíl sem má tileinka sér til að leggja grunn að góðri heilsu, líðan og sjálfsmynd fyrir konur. Þar að auki er hún komin heil á höldnu í gegnum breytingaskeiðið, þannig að hún veit heldur betur hvað hún er að tala um!  Þorbjörg er skemmtileg og lífleg, einstaklega hress og geislar af henni gleði og orka, og ber spjallið okkar þess merki. Við fórum að venju vítt og breytt, en hún hélt okkur vel við efnið og konur ættu að vera töluvert fróðari um leiðir til að mæta sér betur með  m.a. réttu mataræði.  Fyrir ykkur sem eru sleipar í dönskunni þá er danska heimasíða Þorbjargar hér. Svo er hún með íslenska heimasíðu um Ketoflex og er þar líka yfirlit yfir þær bækur sem hún hefur skrifað, og er hún hér.  Góða skemmtun við að hlusta og læra meira um breytingaskeiðið!


    Sat, 29 Jul 2023 - 1h 18min
  • 23 - #23 Bjargey og Hanna Lilja: “Frelsaðu kraftinn innra með þér”

    Bjargey Ingólfsdóttir og Hanna Lilja Oddgeirsdóttir voru gestir þáttarins að þessu sinni.  Bjargey er menntaður félagsráðgjafi, craniosacral meðferðaraðili og dúla, auk þess að vera fyrirlesari og námskeiðshaldari. Hún hefur mikinn áhuga á kvenheilsu og öllu sem viðkemur konum, með að leiðarljósi að efla konur til að frelsa kraftinn sem býr innri með þeim.   Hönnu Lilju þekkja mörg ykkar, enda hefur hún komið í þáttinn áður, en hún er stofnandi Gynamedica og læknir sem hefur sérhæft sig í breytingaskeið kvenna og kvenheilsu.  Að venju þá ræddum við allskonar, m.a. mikilvægi þess að við konur getum deilt reynslu okkar öðrum konum til styrktar, að elska sjálfa sig, að taka sér plássið sitt og setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Heilsupúslið kom til tals, en það samanstendur af svefn, heilbrigð streita, mataræðið, hreyfingin, hormónin - þurfum að hugsa um þetta allt sem eina heild til að fyrirbyggja heilsubrest hjá konum þegar að þær fara inn á breytingaskeiðið. Auk margt annað!  Góða hlustun og deilið að vild

    Tue, 11 Jul 2023 - 1h 20min
  • 22 - #22 Kristborg Bóel: “Konur eiga að standa með sér og halda með sér!”

    Í þessum þætti fékk ég til mín Kristborgu Bóel, en hún hefur reynslu af breytingaskeiðið, ADHD og burnout. Vegna þess hve keimlík einkennin eru á milli þessara ástanda þá getur einmitt reynst flókið að átta sig á hvað er í raun hvað! Hún deilir með okkur persónulegri reynslu sinni og bjargráðum, sem eru m.a. að taka út áfengi og rækta tenglsin við vinkonur sínar.  Hlaðvarpið sem Kristborg vísaði í: No more Fu*#s to Give: The Midilife Woman's Anthem Annað áhugavert: The Dr Louise Newson Podcast HRT: The history


    Stutt fræðsla frá Gynamedica um áfengi og breytingaskeiðið.


    Sat, 22 Apr 2023 - 1h 13min
Weitere Folgen anzeigen