Filtra per genere

Besta platan

Besta platan

Hljóðkirkjan

Þáttur þar sem bestu plötur hljómsveita og tónlistarfólks eru ræddar. Snæbjörn Ragnarsson og dr. Arnar Eggert Thoroddsen höfðu umsjón með þáttum #0001 - #0100. Haukur Viðar Alfreðsson og dr. Arnar hafa haft umsjón frá og með þætti #0101. Baldur Ragnarsson stýrir þættinum.

228 - #0218 Stuðmenn - Með allt á hreinu
0:00 / 0:00
1x
  • 228 - #0218 Stuðmenn - Með allt á hreinu

    STÓR þáttur. Doktorinn teflir fram tónlistinni við kvikmyndina Með allt á hreinu (1982) sem hápunkti hljómsveitar allra landsmanna™. En hvað með Sumar á Sýrlandi (1975)? Tivoli (1976)? Saman munum við njóta dásemda Bjarmalands kæru fylgjendur, það er morgunljóst!

    Fri, 26 Apr 2024 - 1h 48min
  • 227 - #0217 Frímínútur – Glæpir

    Tónlistarfólk er duglegt við að komast í kast við lögin. Í þætti vikunnar tökum við fyrir nokkra vel valda músíkbófa og spjöllum um glæpi þeirra.

    Fri, 19 Apr 2024 - 1h 01min
  • 226 - #0216 Talk Talk - Spirit of Eden

    Besta plata ensku sveitarinnar Talk Talk, sem leidd var af snillingnum Mark Hollis, er fjórða breiðskifa hennar, Spirit of Eden (1988). Arnar ræðir þessa sveit og samband sitt við hennar í þætti sem er ekki hjartaþáttur heldur taugakerfisþáttur❤🦚

    Fri, 12 Apr 2024 - 1h 24min
  • 225 - #0215 Leonard Cohen – I'm Your Man

    Stórskáldið Leonard Cohen hafði ort sig ofan í brækur menningarvita víða, löngu áður en tónlistarferill hans hófst. Það var síðan á hans 54. aldursári sem hann gaf út sína vinsælustu plötu, I'm Your Man frá 1988.

    Fri, 05 Apr 2024 - 1h 45min
  • 224 - #0214 Frímínútur - PROGG

    Hvað er progg? Arnar leiðir okkur í mikla sannleika um 22 mínútna löng trommusóló, óskiljanlega texta um hinstu rök tilverunnar og þau 457 hljómborð sem Rick Wakeman notaði með Yes.

    Fri, 29 Mar 2024 - 1h 07min
Mostra altri episodi