Filtrer par genre

Konur í nýsköpun

Konur í nýsköpun

Alma Dóra Ríkarðsdóttir

Alma Dóra Ríkarðsdóttir ræðir við konur í nýsköpun um nýsköpunarumhverfið á Íslandi, jöfn tækifæri, fjölbreytni og valdeflingu kvenna til nýsköpunar. Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís.

31 - 30. FRUMKVÖÐLAUMHVERFIÐ KENNIR MANNI MIKLA SEIGLU – Sigurlína Ingvarsdóttir, stofnandi Behold Ventures
0:00 / 0:00
1x
  • 31 - 30. FRUMKVÖÐLAUMHVERFIÐ KENNIR MANNI MIKLA SEIGLU – Sigurlína Ingvarsdóttir, stofnandi Behold Ventures

    Sigurlína Ingvarsdóttir hefur síðan árið 2006 unnið við að búa til þekkta tölvuleiki bæði á Íslandi og víða um heim. Í COVID ákvað hún að flytja heim til Íslands og skipti um hlutverk innan tölvuleikjaheimsins þegar hún stofnaði sjóðinn Behold Ventures sem fjárfestir í fyrirtækjum sem eru að þróa tölvuleiki og tengda tækni á Norðurlöndunum. Lína sagði mér frá sinni vegferð og Behold Ventures auk þess að gefa sín bestu ráð til frumkvöðla. Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi

    Tue, 08 Aug 2023 - 29min
  • 30 - 29. MENNTUN STÚLKNA ER ÁHRIFARÍK LOFTSLAGSLAUSN – Guðný Nielsen, framkvæmdastjóri og stofnandi SoGreen

    Guðný Nielsen er framkvæmdastjóri og stofnandi SoGreen sem er sprotafyrirtæki sem hefur þróað aðferðafræði til þess að reikna út hversu mikil loftslagsáhrif það hefur að tryggja stúlkum menntun. Guðný sagði mér frá sinni vegferð og upplifun af því að byggja sprotafyrirtæki með stórt samfélagslegt markmi, eins og að tryggja 130 milljónum stúlkna menntun. Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi

    Wed, 02 Aug 2023 - 26min
  • 29 - 28. HVERNIG BÝRÐU TIL HUGVERK SEM GETUR NÁÐ ÁRANGRI ALÞJÓÐLEGA – Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop

    Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri og ein af stofnendum Tulipop sem er fyrirtækið á bakvið töfraheiminn, fígúrurnar, sögurnar, teiknimyndirnar og vörurnar sem mörg okkar, og þá allra helst börn og foreldrar, könnumst við. Helga sagði mér söguna af því hvernig Tulipop varð til og hvernig þeim hefur tekist að fjármagna verkefnið, en Tulipop tók inn 250 milljón króna fjárfestingu í byrjun árs 2023. Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi

    Mon, 03 Jul 2023 - 33min
  • 28 - 27. EF ÉG ER AÐ GERA ÞAÐ SEM ÉG BRENN FYRIR ÞÁ MUN ÞAÐ LEIÐA MIG Á RÉTTAN STAÐ – Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri Empower

    Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er framkvæmdastjóri og ein af stofnendum Empower sem er að þróa hugbúnaðarlausn sem stuðlar að auknu jafnrétti og fjölbreytni á vinnustöðum. Þórey hefur farið um víðan völl allt frá fyrirsætubransanum yfir í aktívisma, pólitík og ráðgjafastörf. Hún sagði mér frá sinni vegferð og hvernig jafnrétti og fjölbreytni varð að rauða þræðinum í hennar leik og starfi. Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.

    Wed, 14 Jun 2023 - 35min
  • 27 - 26. NETÖRYGGI: HIÐ FULLKOMNA TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA ÓLÖGLEGA HLUTI Á LÖGLEGAN HÁTT – Guðrún Valdís Jónsdóttir, upplýsingaöryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis

    Guðrún Valdís Jónsdóttir er upplýsingaöryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis. Hún er með gráðu í tölvunarfræði frá Princeton og hefur starfað við öryggisprófanir bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi auk þess að vera virk í félagsstarfi kvenna í atvinnulífinu. Guðrún sagði mér frá sinni vegferð, hvernig hún byggði upp tengslanet á Íslandi eftir nám í Bandaríkjunum og hvernig það væri að starfa sem „góður hakkari“. Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.

    Thu, 16 Mar 2023 - 24min
Afficher plus d'épisodes