Nach Genre filtern
- 43 - Hrekkjavökuganga Borgarbókasafnsins 2020
Aðstæður í samfélaginu gera að verkum að ekki er hægt að fagna hrekkjavökunni með hefðbundnum hætti í ár. Borgarbókasafnið býður fjölskyldum því upp á hrekkjavökugaman í formi rafrænnar bókmenntagöngu sem hægt er að fara saman, hvar og hvenær sem er. Sunna Dís Másdóttir les úr skuggalegum, draugalegum, já og stundum hreint út sagt hryllilegum bókum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda.
Lesið er úr eftirfarandi bókum:
Bölvun Múmíunnar eftir Ármann Jakobsson
Drauga-Dísa eftir Gunnar Theodór Eggertsson
Dúkka eftir Gerði Kristnýju
Eitthvað illt á leiðinni er, ritstjóri Markús Már Efraím. Höfundar sögunnar: Ronja Björk Bjarnadóttir og Matthea Júlíusdóttir
Skóladraugurinn eftir Ingu Mekkín Beck
Vetrarfrí eftir Hildi KnútsdótturFri, 30 Oct 2020 - 42 - Skrimslavarpid
Í tilefni Hrekkjavöku hertu starfsmenn Borgarbókasafnsins upp hugann og ræddu helstu skrímsli hryllingsbókmenntar, allt frá Dracula og skrímsli Frankensteins til Pennywise Stephens Kings - með viðkomu hjá Greppikló og Litla og stóra skrímslinu.
Tue, 05 Nov 2019 - 41 - Hryllingshlaðvarpið
Björn Unnar, Jóhannes, Maríanna Clara og Vala eru að komast í Hrekkjavökugírinn og spjalla um hrylling í ýmsu formi.
Fri, 25 Oct 2019 - 40 - Bókstaflegir titlar!
Maríanna Clara og Björn Unnar rýna í „bókstaflega titla" - þar sem fólk lýsir bók án þess að nota nafnið - og giska á hvaða bók er talað um. Spyrill þáttarins er Esther.
Fri, 04 Oct 2019 - 39 - Byggt á bókFri, 27 Sep 2019
- 38 - Kvikmyndatónlistarspurningaleikurinn!
Í tilefni þess að Hildur Guðnadóttir vann Emmy verðlaunin fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl tók Esther þá Inga og Jóhannes í örstuttan kvikmyndatónlistarspurningaleik. Esther spilaði stutt brot úr hinum ýmsu kvikmynda- og þáttatónlistarverkum og Ingi og Jóhannes giskuðu á höfund og þátt/kvikmynd.
Thu, 19 Sep 2019 - 37 - Skólabækur og fingrasetning
Jóhannes Árnason, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Vala Björg Valsdóttir ræða um bækurnar sem framhaldsskólanemum er gert að lesa. Leslistarnir eru að einhverju leyti fjölbreyttir, eins og reynsla þáttastjórnenda. Á meðan þau yngri gerðu stuttmyndir byggðar á Galdra-Lofti lærði fulltrúi eldri kynslóða á ritvél.
Fri, 13 Sep 2019 - 36 - Hvað lásum við í sumar?
Guðrún Baldvinsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Vala Björg Valsdóttir hittust í Kompunni og ræddu hvaða bækur þær lásu í sumarfríinu, en einnig um rósaræktun, vatnsræktun og sjálfsrækt(un).
Sat, 07 Sep 2019 - 35 - Bækur að kvikmyndum
Ingi, Björn Unnar og Jóhannes skeggræða (að Inga utantöldum) hvaða bækur væri gaman að gera að bíómyndum!
Sat, 22 Jun 2019 - 34 - Giskaðu á bókina
Ingi spurði Guttorm og Esther spjörunum úr um daginn þegar Stjörnustríðið var tekið fyrir í hlaðvarpinu. Í þættinum í dag nær Esther fram hefndum þegar hún lætur Inga og Björn Unnar giska á bókatitla út frá aðeins sex orðum!
Sat, 15 Jun 2019 - 33 - Sumarlestrarbækur Sunnu!
Hvað myndi Sylvía Nótt, Ali G eða Amy Schumer lesa í sumar? Hvað myndum við lesa í sumar? Hvað munt þú lesa í sumar? Getur þú yfir höfuð lesið yfir sumarið?
Við svörum (næstum því) öllum þessum spurningum í nýjasta hlaðvarpsþætti Borgarbókasafnsins!Sat, 08 Jun 2019 - 32 - Ævisögulegir titlar Guttorms
994 titlar eru ræddir í þaula í nýjasta hlaðvarpsþætti Borgarbókasafnsins. Sunna Dís, Guttormur og Guðrún ræða gamlan föstudagsfésbókarpóst þar sem fólk gat fengið titilinn á óútgefna ævisögu sína út frá upphafstöfum nafn síns!
Fri, 31 May 2019 - 31 - Skylduáhorf í skóla lífsins
Hvað eiga Amélie de Poulain, Trainspotting og Michael Mann sameiginlegt? Sunna, Jóhannes og Björn Unnar spjalla um svörin sem bárust á Facebook þegar við spurðum fylgjendur okkar hvaða kvikmynd ætti að vera skylduáhorf fyrir alla.
Þráðinn má finna hér: http://bit.do/eSDvbFri, 17 May 2019 - 30 - Síðbúinn fermingagjafaþáttur
Björn, Jóhannes og Guðrún ræða hvaða bækur má gefa fermingarbörnum og komast að misgáfulegum niðurstöðum!
Fri, 10 May 2019 - 29 - Alþjóðlegi Star Wars dagurinn - May(hew) the fourth be with you!
Flest erum við nú farin að tengja 4. maí við einn frægasta vísindaskáldskap heims, Star Wars. Í tilefni af þessum merkisdegi ákváðu Esther, Guttormur og Ingi að setjast niður í Kompuna og spjalla um Star Wars í bland við föstudagsstuðið þar sem fylgendur okkur á Facebook voru spurðir út í þær vísindaskáldsögubækur og -bíómyndir sem væru í uppáhaldi hjá þeim. Þátturinn var tekinn upp 2. maí en daginn eftir bárust fregnir af andláti leikarans Peter Mayhew sem var hvað helst þekktur fyrir túlkun sína á Chewbacca, eina ástsælustu persónu kvikmyndaseríunnar. Því var tekinn upp formáli á þáttinn og hann tileinkaður Mayhew.
Fri, 03 May 2019 - 28 - Bókmenntahátíð í Reykjavík
Sunna Dís og Guðrún Baldvins rétt fara yfir dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík í einum lengsta hlaðvarpsþætti Borgarbókasafnsins!
Sat, 27 Apr 2019 - 27 - Hefðalaust páskafrí
Við spurðum Fésbókarvini hver leiðarendinn væri ef þeim áskotnaðist flugmiði um páskana til bókarinnar sem þeir væru að lesa þessa stundina. Áfangastaðirnir voru af misjöfnum toga, sumir voru ansi heppnir en aðrir síður. Þau Sunna Dís, Guðrún Baldvins og Jóhannes á Borgarbókasafninu ræddu þessi ímynduðu ferðalög og svo að sjálfsögðu hvað yrði lesið og horft á í páskafríinu.
Tue, 16 Apr 2019 - 26 - Atvinnutækifæri í barnabókum
Föstudagsstuðsumræðan að þessu sinni er afar barnabókavæn í tilefni af Barnamenningarhátíð. Fyrst var spurt hvaða barnabók væri í uppáhaldi hjá fylgjendum Borgarbókasafnsins á Facebook og því næst áttu svarendur að velja sér starfstitil í bókinni. Skemmtilegar umræður spunnust út frá stuðinu svo þær Guðrún Baldvins, Þorbjörg Karls og Esther Þorvalds ræddu og grínuðust hressilega í þessum dulitla hlaðvarpsþætti.
Fri, 12 Apr 2019 - 25 - Eftirminnilegasta setningin!
Esther, Tobba og Droplaug ræða eftirminnilegar setningar úr íslenskum bókum og orðagrín á splunkunýjum pokum Borgarbókasafnsins í nýjasta hlaðvarpsþætti Borgarbókasafnsins!
Fri, 05 Apr 2019 - 24 - Bækur sem fá tárin til að renna
Í nýjasta hlaðvarpsþætti Borgarbókasafnsins áttu Esther, Guðrún og Ingi saman sorgarstund í Kompunni þegar þau ræddu föstudagsfjörs spurninguna; Hvaða bækur fá tárin til að renna?
Thu, 28 Mar 2019 - 23 - Smáskilaboðaforeldrahandbókin
Í nýjasta hlaðvarpsþætti Borgarbókasafnsins ræða Guðrún, Esther og Jóhannes svör við föstudagsfjörinu á facebook síðu safnsins þar sem spurt var; „Síðustu skilaboð sem þú sendir foreldri þínu eða barni eru titillinn á foreldrahandbókinni sem þú ert að skrifa. Hvað heitir hún?".
Fri, 22 Mar 2019 - 22 - Eyðieyjugögnin
Alræmda eyðieyjan var til umræðu á Facebook síðu borgarbókasafnsins um daginn þegar við spurðum fólk hinnar erfiðu spurningar; Ef þú mættir bara taka með þér eina bók, vínyl eða bíómynd á eyðieyju, hvað yrði fyrir valinu?
Sérstakir eyðieyju sérfræðingar bókasafnsins, Guðrún, Jóhannes og Ingi ræddu þetta mál og svör fólks í þaula - ásamt því að velja sín persónulegu eyðieyjugögn - í nýjasta hlaðvarpsþætti Borgarbókasafnsins!Fri, 08 Mar 2019 - 21 - Bíómyndaþýðingar
Veturinn er mikill hámhorfstími hjá Íslendingum. Við spurðum ykkur fyrir nokkru hvort þið væruð nokkuð orðin samgróin sjónvarpssófanum. Erlendar bíómyndir hafa margar fengið hreint dásamlega íslenska titla í þýðingu, og þeir eru ágætis skemmtun svona einir og sér. Fylgjendur Borgarbókasafnsins á Facebook höfðu margt til málanna að leggja og í nýjasta hlaðvarpsþætti Borgarbókasafnsins ræða þau Esther, Ingi og Jóhannes um nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem fæddust í spjallþræðinum!
Fri, 22 Feb 2019 - 20 - Bókaspjall - Janúarbækur
Hafið þið ekki öll lesið einhverja bók sem þið lokið með bros á vör, sól í hjarta, syngjandi englakór og endurnýjaðri trú á mannkynið? Við teljum það siðferðislega skyldu okkar á þessum tíma ársins að létta borgarbúum lund – og fengum þar góða aðstoð fylgjenda okkar á Facebook! Hér setjast þau Ingi, Esther og Guðrún og spjalla um svörin sem bárust í föstudagsstuði Borgarbókasafnsins þann 4. janúar 2019. Spurt var: Hvaða bók myndir þú ávísa til þess að létta lund og bæta geð?
Wed, 30 Jan 2019 - 19 - Jóladagatal 2018 - Sögur af Zetu: Ullarsokkar í jólasnjó - Allir þættirnir
Velkomin í Jóladagatal Borgarbókasafnsins 2018!
Á hverjum degi til jóla opnast nýr gluggi með spennandi kafla í jólasögu Evu Rúnar Þorgeirsdóttur um bókaveruna Zetu og vini hennar. Myndskreytt af Ninnu Þórarinsdóttur. Lesið hér: https://bit.ly/2Q8Yyhz
Lestur: Eva Rún Þorgeirsdóttir
Upptaka: Ingi ÞórissonMon, 24 Dec 2018 - 18 - Björgunarhringurinn: Sögur úr bókaflóði 1. hluti
Bókaflóðið er að skella á okkur en það er engin ástæða til að örvænta - Björgunarhringurinn er innan seilingar!
Guðrún Baldvinsdóttir og Sunna Dís Másdóttir fara hratt yfir sögu og gera flóðbókum og öðrum bókum skil í Hlaðvarpi Borgarbókasafnsins.
Í fyrsta þætti er fjallað um:
Sálumessa e. Gerði Kristnýju
Múmínálfarnir (Litlu álfarnir og flóðið mikla; Halastjarnan; Pípuhattur galdrakarlsins) e. Tove Jansson
Orlando e. Virginíu Woolf
Heimför e. Yaa Gyasi
og sömuleiðis minnst á:
Ör e. Auði Övu Ólafsdóttur
Begynnelser e. Carl Frode Tiller (til á bókasafni Norræna hússins)
Jeg har ennå ikke sett verden e. Roskva Koritzinsky (til á bókasafni Norræna hússins)
Velsignelser e. Caroline Albertine Minor (til á bókasafni Norræna hússins)Thu, 08 Nov 2018 - 17 - Sumarlesturinn - 4. þáttur: Af uppistandi, hundshjörtum og Gljúfrasteini
Í fjórða og síðasta þætti Sumarlestursins (því við erum með sól í hjarta þótt það sé löngu komið haust!) bregðum við okkur til Írlands, höldum upp í Mosfellsdal og höfum svo langa viðkomu í Rússlandi.
Þau Guðrún Baldvinsdóttir, Guttormur Þorsteinsson og Ólöf Sverrisdóttir spjalla um eftirtaldar bækur:
Okkar á milli – Sally Rooney
Hundshjarta – Mikhaíl Búlgakov
Eftir að þú fórst – Jojo Moyes
Fyrir fallið – Noah Hawley
We – Jevgeníj Ívanovítsj Zamjatín
Elsku Drauma mín – Sigríður Halldórsdóttir og Vigdís Grímsdóttir
Enn fremur er talað um:
Meistarinn og Margaríta – Mikhaíl Búlgakov
Ég fremur en þú – Jojo MoyesTue, 09 Oct 2018 - 16 - Plötuspjallið
Starfsfólk Borgarbókasafnsins skrafar um vínyl - allt frá Samaris til World Narcosis. Í þættinum koma fram þau Esther Þorvaldsdóttir, Ingi Þórisson og Ingvi Þór Kormáksson.
Eftirfarandi plötur eru til umræðu:
Mixtúrur úr Mósebók
Ásgeir Trausti - Here it comes
Samaris - Silkidrangar
Eik - Hríslan og straumurinn
World Narcosis - World Coda
Drýsill - Welcome to the show
Hljóðmaður: Ingi Þórisson
Góða hlustun!Thu, 06 Sep 2018 - 15 - Bókabíllinn Höfðingi
Bókabíllinn Höfðingi hefur ekið um götur borgarinnar síðan árið 1969 og Bjarni Björnsson bókabílstjóri hefur keyrt hann frá upphafi. Guttormur Þorsteinson bókavörður fékk hann til að ljóstra upp leyndarmálum bílsins áður en hann sest í helgan stein.
Fri, 17 Aug 2018 - 14 - Sumarlesturinn - 3. þáttur: Sögumenn, krúnuleikar og hvíta tjaldið
Í þriðja þætti Sumarlestursins 2018 eru þau Sunna Björk Þórarinsdóttir, Jón Páll Ásgeirsson og Esther Ýr Þorvaldsdóttir stödd í Englandi, N-Ameríku, Mexíkó og Frakklandi.
Sunna þykist hafa fundið fyrirmyndirnar af hinum ýmsu persónum úr A Game of Thrones í sagnfræðibókum um hin svokölluðu Rósastríð, Jón Páll skoðar óáreiðanlega sögumenn í Síle og Frakklandi og Esther skoðar bækur sem seinna hafa orðið að sjónvarpsþáttum og leikritum.
Bækurnar sem eru til umræðu í þættinum:
Lancaster and York eftir Alison Weir
Richard III eftir Paul Murray Kendall
The Wars of the Roses eftir John Ashdown-Hill
Verndargripur eftir Roberto Bolano
Svo þú villist ekki í hverfinu hérna eftir Patrick Modiano
Saga þernunnar eftir Margaret Atwood (þættirnir The Handmaid's Tale í framleiðslu Hulu, rafbók á íslensku á Rafbókasafninu: https://rafbokasafnid.overdrive.com/media/3864411 )
13 Reasons Why eftir Jay Asher (þættirnir 13 Reasons Why í framleiðslu Netflix, hljóðbók á ensku á Rafbókasafninu: https://rafbokasafnid.overdrive.com/media/138814 )
The Wonderful Wizard of Oz eftir L. Frank Baum (leiksýningin Galdrakarlinn í Oz í uppsetningu Leikhópsins Lottu, rafbók á ensku á Rafbókasafninu: ttps://rafbokasafnid.overdrive.com/media/785174 )
Hljóðmaður: Ingi Þórisson
Góða hlustun og góðan lestur!Wed, 25 Jul 2018 - 13 - Sumarlesturinn - 2. þáttur: Af anarkíu, bakaríum og fótbolta
Í hlaðvarpi Borgarbókasafnsins skrafar starfsfólk safnsins um sínar hjartans bækur. Í öðrum þætti Sumarlestursins 2018 höfum við viðkomu á anarkísku tungli, í Plymouth og á fótboltavellinum.
Þau Guttormur Þorsteinsson, Ólöf Sverrisdóttir og Sunna Dís Másdóttir spjalla um eftirfarandi bækur:
Ancilliary þríleikurinn eftir Ann Leckie
The Dispossessed eftir Ursulu Le Guin
Unfinished Tales eftir Tolkien
Litla bakaríið við Strandgötuna eftir Jenny Colgan
Slepptu mér aldrei eftir Kazuo Ishiguro
Summerhill-skólinn eftir A.S. Neill
Málavextir eftir Kate Atkinson
Call Me By Your Name eftir André Aciman
Fótboltasögur (tala saman strákar) eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Hljóðmaður: Ingi Þórisson
Góða hlustun og góðan sumarlestur!Wed, 11 Jul 2018 - 12 - Sumarlesturinn - 1. þáttur: Um Ítalíu, kvenhetjur og kirkjugarða
Í hlaðvarpi Borgarbókasafnsins skrafar starfsfólk safnsins um sínar hjartans bækur. Í fyrsta þætti Sumarlestursins 2018 komum við við á Ítalíu, í aldagömlum kirkjugarði og í blokk í Vesturbænum.
Þau Björn Unnar Valsson, Guðrún Baldvinsdóttir og Hildur Baldursdóttir ræða um eftirfarandi bækur:
Dagar höfnunar eftir Elenu Ferrante
Ef að vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino
Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
Lincoln in the Bardo eftir George Saunders
Blood Meridian eftir Cormac McCarthy
The Last Ringbearer eftir Kirill Eskov
Lífsnautnin frjóa eftir Anne B. Ragde
Kapítóla eftir E.D.E.N. Southworth
Eddubækurnar eftir Jónínu Leósdóttur: Konan í blokkinni, Stúlkan sem enginn saknaði og Óvelkomni maðurinn
The Last Ringbearer má nálgast á pdf formi hér: https://bit.ly/2Krsajz
Hljóðmaður: Ingi Þórisson
Góða hlustun og góðan sumarlestur!Wed, 27 Jun 2018 - 11 - Bókaspæjarinn - bókasafnsglæpasaga úr smiðju Veru Illugadóttur
Bókaspæjarinn er bókasafnsglæpasaga úr smiðju Veru Illugadóttur. Þátturinn var gerður sérstaklega fyrir Borgarbókasafnið og tekinn upp í Kompunni, hlaðvarpsstúdíói Borgarbókasafnsins í tilefni af opnun þess.
Hljóð og tónlist í þætti Veru er fengin frá Bensound.com
Viltu taka upp viðtal við langömmu þína? Ræða nýjustu fréttir við besta vin þinn? Taka upp þriggja tíma einræðu um skósmíðar? Kíktu í Kompuna – þar er, merkilegt nokk, pláss fyrir alla. Bókaðu Kompuna með því að senda okkur tölvupóst á hladvarp@borgarbokasafn.isTue, 22 May 2018 - 10 - Jólabarnabókaspjallið - Þáttur 3
Við fengum tvo lestrarhesta til viðbótar í heimsókn í hlaðvarpið um daginn og Sunna spjallaði við þær um bækurnar sem þær völdu sér fyrir jól. Við röbbum líka um jólagjafabækur, laumulestur á kvöldin og dagbækur.
Tobba, verkefnastjóri barnastarfs, leit líka í heimsókn og spjallaði um bækur skrifaðar í dagbókarstíl, Önnu Frank og krúsípúsí fuglasteikur, meðal annars.
Í þættinum koma fram:
Lilja Karen Sigurðardóttir
Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir
Sunna Dís Másdóttir
Þorbjörg Karlsdóttir
Spjallað er um eftirfarandi bækur:
Kvöldsögur fyrir uppreisnagjarnar stelpur e. Elenu Favilli og Francescu Cavallo
Dagbók Kidda klaufa: furðulegt ferðalag e. Jeff Kinney
Dagbók drápskattar e. Önnu Fine
Dagbók Ólafíu Arndísar e. Kristjönu Friðbjörnsdóttur
Á puttanum með pabba e. Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur
Dagbók prinsessu e. Meg Cabot
Ég sakna þín e. Peter Pohl og Kinnu Gieth
Peð á plánetunni Jörð e. Olgu Guðrúnu Árnadóttur
Doddi - Bók sannleikans! e. Þórdísi Gísladóttur og Hildi Knútsdóttur
Hljóðmaður: Ingi ÞórissonFri, 23 Feb 2018 - 9 - Jólabarnabókaspjallið - Þáttur 2
Bíðið þið jafn spennt eftir Bókatíðindum og við? Merkið þið við bækurnar sem þið viljið helst finna í pökkunum undir trénu? Eða eruð þið að velta því fyrir ykkur hvaða bók þið ættuð að gefa krökkunum í kringum ykkur?
Í Jólabarnabókaspjallinu heyrum við beint frá lestrarhestum á aldrinum 8-11 ára sem hafa tekið að sér að lesa jólabækurnar fyrir Borgarbókasafnið, sem og barnabókavörðum safnsins.
Í þættinum koma fram:
Axel Daðason, 5. bekk í Austurbæjarskóla
Hannes Þórður Hafstein, 3. bekk í Austurbæjarskóla
Sunna Dís Másdóttir
Ólöf Sverrisdóttir
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Spjallað er um eftirfarandi bækur:
Getur Doktor Proktor bjargað jólunum? eftir Jo Nesbø
Henri hittir í mark eftir Þorgrím Þráinsson
Amma óþekka - Klandur á Klambratúni eftir Jenný Kolsöe, Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytir
Vertu ósýnilegur - Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Muggur, saga af strák eftir Elfar Loga Hannesson og Marsibil G. Kristjánsdóttur
Fjölskyldan mín eftir Ástu Rún Valgerðardóttur og Láru Garðarsdóttur
Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytir
Áfram Sigurfljóð eftir Sigrúnu Eldjárn.
Hljóðmaður: Ingi ÞórissonThu, 14 Dec 2017 - 8 - Jólabarnabókaspjallið - Þáttur 1
Bíðið þið jafn spennt eftir Bókatíðindum og við? Merkið þið við bækurnar sem þið viljið helst finna í pökkunum undir trénu? Eða eruð þið að velta því fyrir ykkur hvaða bók þið ættuð að gefa krökkunum í kringum ykkur?
Í Jólabarnabókaspjallinu heyrum við beint frá lestrarhestum á aldrinum 8-11 ára sem hafa tekið að sér að lesa jólabækurnar fyrir Borgarbókasafnið, sem og barnabókavörðum safnsins.
Í þættinum koma fram:
Dagur Thors
Högni Halldórsson
Steinunn Margrét Herbertsdóttir
Hrafnhildur Oddgeirsdóttir
Sunna Dís Másdóttir
Guðrún Baldvinsdóttir
Rut Ragnarsdóttir
Spjallað er um eftirfarandi bækur:
Þitt eigið ævintýri eftir Ævar Þór Benediktsson
Amma Best eftir Gunnar Helgason
Er ekki allt í lagi með þig eftir Elísu Jóhannsdóttur
Galdra-Dísa eftir Gunnar Theodór Eggertsson
Litla skrímslið og Stóra skrímslið - Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler
Ég lærði ekki heima af því að... eftir Davide Cali og Benjamin Chaud
Mig langar svo í krakkakjöt eftir Sylviane Donnio og Dorothée de Monfreid
Hljóðmaður: Ingi ÞórissonThu, 07 Dec 2017 - 7 - Bókmenntir augnabliksins - Tjarnarbíó
Þáttur um leikverk í Tjarnarbíói í haust. Rætt er við Ragnheiði Hörpu um brúðu- og barnaleiksýninguna Íó.
Fram koma
Ólöf Sverrisdóttir, Björn Unnar Valsson og Ragnheiður Harpa.
Hljóðmaður: Ingi ÞórissonSat, 02 Dec 2017 - 6 - Bókmenntir augnabliksins - Borgarleikhúsið.
Í þessum þætti er fjallað um leikrit Borgarleikhússins þetta leikárið og Medea eftir Evripídes sérstaklega tekin fyrir.
Rætt er við leikstjóra Medeu, Hörpu Arnardóttur.
Í þættinum koma fram: Björn Unnar Valsson, Ólöf Sverrisdóttir og Harpa Arnardóttir
Hljóðmaður: Ingi ÞórissonThu, 09 Nov 2017 - 5 - Bókmenntir augnabliksins - Þjóðleikhúsið.
Í Þættinum koma fram
Ólöf Sverrisdóttir og Ragnar Bragason.
Lauslega er fjallað um eitthvað af leikritum Þjóðleikhússins leikárið 2017 – 18
en ýtarlegri umfjöllun fær leikritið Risaeðlurnar og viðtal tekið við Ragnar Bragason, höfund og leikstjóra verksins.
Spilað er örlítið brot úr Risaeðlunum.
Hljóðmaður: Ingi ÞórissonThu, 19 Oct 2017 - 4 - Lestur er vestur, Vesturland
Í þættinum Lestur er vestur koma fram:
Björn Unnar Valsson, verkefnastjóri
Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri
Þórður Sævar Jónsson, bókavörður og húsvörður
Spjallað er um eftirfarandi bækur:
Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson
Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur
Gerpla eftir Halldór Laxness
Illska eftir Eirík Örn Norðdahl
Heimska eftir Eirík Örn Norðdahl
Fiðrildi, mynta og Spörfuglar Lesbíu eftir Magnús Sigurðsson
Þorpið eftir Jón úr Vör
Ljóðasafn Steins Steinarr
Högni vitasveinn eftir Óskar Aðalstein
Góða ferð og góða hlustun!
Hljóðmaður: Ingi ÞórissonWed, 21 Jun 2017 - 3 - Út og Suður - Suðurland
Í þættinum Út og Suður koma fram:
Björn Unnar Valsson, verkefnastjóri
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, deildarbókavörður
Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri
Spjallað er um eftirfarandi bækur:
Blátt blóð: Í leit að kátu sæði eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur
Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur
Guð hins smáa eftir Arundhati Roy
Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur
Galdrastafir og græn augu eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur
Ormhildarsaga eftir Þórey Mjallhvíti H. Ómarsdóttur
Eineygði kötturinn kisi og hnakkarnir eftir Hugleik Dagsson
Góða ferð og góða hlustun!
Hljóðmaður: Ingi ÞórissonWed, 21 Jun 2017 - 2 - Norður, en ekki niður - Norðurland
Í þættinum Norður, en ekki niður, koma fram:
Björn Unnar Valsson, verkefnastjóri
Halldór Marteinsson, deildarbókavörður
Nanna Guðmundsdóttir, deildarbókavörður
Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri
Spjallað er um eftirfarandi bækur:
Bernskubók eftir Sigurð Pálsson
Anna frá Suðurey, Arild Mikkelsen skráði
Bókaflokkurinn um Elías: Elías, Elías á fullri ferð, Elías í Kanada, Elías, Magga og ræningjarnir, Elís kemur heim, eftir Auði Haralds
Níu þjófalyklar eftir Hermann Stefánsson
Spennustöðin: stílabók eftir Hermann Stefánsson
Klukkuþjófurinn klóki eftir Guðmund Ólafsson
Perurnar í íbúðinni minni eftir Kött Grá Pje
Galdur eftir Vilborgu Davíðsdóttur
Einnig er minnst á:
Harry Potter, lesinn af Stephen Fry, á Rafbókasafninu, www.rafbokasafnid.is
Teaching My Mother How to Give Birth eftir Warsan Shire, á Rafbókasafninu, www.rafbokasafnid.is
Hljóðmaður: Ingi ÞórissonWed, 21 Jun 2017 - 1 - Austur, lengra en á Klaustur - Austurland
Í þættinum Austur, lengra en á Klaustur koma fram:
Ingi Þórisson, bókavörður
Nanna Guðmundsdóttir, deildarbókavörður
Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri
Sunna Björk Þórarinsdóttir, bókavörður
Spjallað var um eftirfarandi bækur:
Fransbrauð með sultu eftir Kristínu Steinsdóttur
Móðir í hjáverkum eftir Allison Pearson
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness
Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur
Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson
Í miðjum draumi eftir Súsönnu Svavarsdóttur
Auk þess er fjallað um Eistnaflug og minnst á sveitirnar Bloodbath, Sepultura, Auðn og Hatari. Dagskrá Eistnaflugs má kynna sér hér: https://eistnaflug.is/
Sömuleiðis er minnst á heiðarbýlin á Jökuldalsheiði og nágrenni, en þau má kynna sér nánar hér: http://www.ferdaf.is/index.php/is/2016-02-17-10-11-46/heidharbylin
Góða ferð og góða hlustun!
Hljóðmaður: Ingi ÞórissonWed, 21 Jun 2017
Podcasts ähnlich wie Bókaspjallið | Borgarbókasafnið
- Álhatturinn Álhatturinn
- Global News Podcast BBC World Service
- El Partidazo de COPE COPE
- Herrera en COPE COPE
- The Dan Bongino Show Cumulus Podcast Network | Dan Bongino
- The Parkinson's Podcast Davis Phinney Foundation
- Es la Mañana de Federico esRadio
- La Noche de Dieter esRadio
- Hondelatte Raconte - Christophe Hondelatte Europe 1
- Express Biedrzyckiej - seria DOBRZE POSŁUCHAĆ Kamila Biedrzycka
- WojewódzkiKędzierski Kuba Wojewódzki , Piotr Kędzierski
- La rosa de los vientos OndaCero
- Más de uno OndaCero
- La Zanzara Radio 24
- Frjálsar hendur RÚV
- Í ljósi sögunnar RÚV
- El Larguero SER Podcast
- Nadie Sabe Nada SER Podcast
- SER Historia SER Podcast
- Todo Concostrina SER Podcast
- Hvað er málið? Sigrún Sigurpáls
- The Tucker Carlson Show Tucker Carlson Network
- Ja i moje przyjaciółki idiotki Tu Okuniewska
- 辛坊治郎 ズーム そこまで言うか! ニッポン放送