Podcasts by Category

Bókaspjallið | Borgarbókasafnið

Bókaspjallið | Borgarbókasafnið

Borgarbókasafn Reykjavíkur

Hlaðvarpsþættir úr smiðju Borgarbókasafnsins, bókaspjall, vangaveltur og ýmislegt fleira.

43 - Hrekkjavökuganga Borgarbókasafnsins 2020
0:00 / 0:00
1x
  • 43 - Hrekkjavökuganga Borgarbókasafnsins 2020

    Aðstæður í samfélaginu gera að verkum að ekki er hægt að fagna hrekkjavökunni með hefðbundnum hætti í ár. Borgarbókasafnið býður fjölskyldum því upp á hrekkjavökugaman í formi rafrænnar bókmenntagöngu sem hægt er að fara saman, hvar og hvenær sem er. Sunna Dís Másdóttir les úr skuggalegum, draugalegum, já og stundum hreint út sagt hryllilegum bókum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda.

    Lesið er úr eftirfarandi bókum:

    Bölvun Múmíunnar eftir Ármann Jakobsson
    Drauga-Dísa eftir Gunnar Theodór Eggertsson
    Dúkka eftir Gerði Kristnýju
    Eitthvað illt á leiðinni er, ritstjóri Markús Már Efraím. Höfundar sögunnar: Ronja Björk Bjarnadóttir og Matthea Júlíusdóttir
    Skóladraugurinn eftir Ingu Mekkín Beck
    Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur

    Fri, 30 Oct 2020
  • 42 - Skrimslavarpid

    Í tilefni Hrekkjavöku hertu starfsmenn Borgarbókasafnsins upp hugann og ræddu helstu skrímsli hryllingsbókmenntar, allt frá Dracula og skrímsli Frankensteins til Pennywise Stephens Kings - með viðkomu hjá Greppikló og Litla og stóra skrímslinu.

    Tue, 05 Nov 2019
  • 41 - Hryllingshlaðvarpið

    Björn Unnar, Jóhannes, Maríanna Clara og Vala eru að komast í Hrekkjavökugírinn og spjalla um hrylling í ýmsu formi.

    Fri, 25 Oct 2019
  • 40 - Bókstaflegir titlar!

    Maríanna Clara og Björn Unnar rýna í „bókstaflega titla" - þar sem fólk lýsir bók án þess að nota nafnið - og giska á hvaða bók er talað um. Spyrill þáttarins er Esther.

    Fri, 04 Oct 2019
  • 39 - Byggt á bók

    Maríanna Clara, Björn Unnar, Ólöf og Ingi spjalla um myndir og þætti sem byggja á skáldsögum.

    Fri, 27 Sep 2019
Show More Episodes