Filtrer par genre

Ólafssynir í Undralandi

Ólafssynir í Undralandi

Útvarp 101

Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!

110 - Stress & tilviljunarkenndir atburðir
0:00 / 0:00
1x
  • 110 - Stress & tilviljunarkenndir atburðir

    Kæru Undralendingar - gleðilegan sunnudag! Þáttur dagsins er spjall um hitt og þetta en þó að mestu leiti um stress og tilviljunarkennda atburði. Aron varð helvíti stressaður í vikunni sem leið og því bar að krifja það til mergjar. Svo eru það tilviljunakenndu atburðirnir sem farið verður yfir í þættinum en þeir eru svo tilviljunarkenndir að það meikar engan sens. Góða hlustun kæru vinir.

    Sun, 28 Apr 2024
  • 109 - Aron reynir fyrir sér í uppistandi

    Já kæru hlustendur, þið lásuð rétt. Aron er á leiðinni í uppistandið. Við skulum bara vona að við missum hann ekki úr Undralandinu þegar hann verður kominn með sína eigin Netflix mynd um uppistandið sitt. Verið góð við hvort annað.

    Sun, 21 Apr 2024
  • 108 - Viðar Pétur sérfræðingur í gervigreind skólar Ólafssyni til

    Það var löngu kominn tími á að fá sérfræðing inn í begmálshelli Ólafssona til að ræða gervigreind á fagmannlegum nótum, en til þess fengum við til okkar Viðar Pétur Styrkársson sérfræðing í gervigreind frá Advania. Við spurðum hann spjörunum úr um allt það nýja á döfinni, siðferðið og framtíðarhorfur í heimi þar sem gervigreind virðist ætla að taka yfir. Missið ekki af þessum þætti kæru hlustendur!

    Sun, 14 Apr 2024
  • 107 - Gervigreind, greiningar & einkakokkur Arons

    Kæru hlustendur! Í dag er sunnudagur svo það þýðir nýr skammtur af Undralandi. Þáttur dagsins átti að vera upphirun fyrir næsta þátt, þar sem við fáum gervigreindarsérfræðing til að skóla okkur til, en fór í ýmsar áttir eins og endranær. Verið góð við hvort annað.

    Sun, 07 Apr 2024
  • 106 - Ristilspeglun og Dune kvikmynagagnrýni ásamt Jóhannesi Hauki

    Já þið lásuð rétt kæru hlustendur, við sláum á þráðinn hjá Jóhannesi Hauki og fáum faglega gagnrýni á nýjustu dellu Arons, Dune 2. Þess fyrir utan ræðum við þó ristilspeglanir, forsetaframboð og fleira sem fullorðnir einstaklingar ræða. Gleðilega páska!

    Sun, 31 Mar 2024
Afficher plus d'épisodes