Nach Genre filtern

HR Hlaðvarpið

HR Hlaðvarpið

Háskólinn í Reykjavík / Reykjavik University

HR-hlaðvarpið er mikilvægur hluti af vísindamiðlun Háskólans í Reykjavík til samfélagsins; allt frá nemendum og starfsfólki til kollega og almennings. Í hlaðvarpinu fjalla vísindafólk, kennarar og aðrir sérfræðingar háskólans um metnaðarfullar rannsóknir sínar og verkefni. HR-hlaðvarpinu er ætlað að næra starfsemi háskólans og miðla í leiðinni fjölbreyttri þekkingu út fyrir veggi hans. Samhliða er skyggnst inn í veröld nemenda og fróðleik miðlað um margvíslega starfsemi í skólanum. HR-hlaðvarpið er í umsjón samskiptasviðs HR (samskipti@hr.is).

55 - Verkfræðivarpið // 22. þáttur: Hátæknibrennsla á Íslandi, farið yfir raunhæfar útfærslur og hverjar þeirra eru í notkun í Evrópu.
0:00 / 0:00
1x
  • 55 - Verkfræðivarpið // 22. þáttur: Hátæknibrennsla á Íslandi, farið yfir raunhæfar útfærslur og hverjar þeirra eru í notkun í Evrópu.

    Viðmælandi: Dr. Markus Haider, prófessor við Tækniháskólann í VínarborgStutt kynning á Markus er hér: https://www.imar.is/new-page-85


    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is).

    Thu, 02 May 2024
  • 54 - Íþróttarabb HR // 14. þáttur: Lífsferill íþróttafólks - Dr. Paul Wylleman

    Í þessum þætti ræðum við um lífsferil íþróttafólks (athlete lifespan) frá því hvernig börn geta kynnst íþróttum á jákvæðan hátt, yfir í hvað einkennir góða hæfileikamótun, hvað þarf til að ná árangri, og að lokum hvaða áskoranir blasa við í lok ferils.  Paul Wylleman er klínískur sálfræðingur og prófessor við Vrije háskólann í Brussel. Hann er meðal fremstu fræðimanna í heimi hvað varðar rannsóknir á lífsferli íþróttafólks og heildrænni nálgun í þjálfun og uppeldi þess. Dr. Wylleman hefur birt fræðigreinar um sálfræðilega færni, andlega heilsu og vellíðan, og þverfaglegan stuðning við afreksíþróttafólk og ólymlíufara. Hann hefur starfað sem sérfræðingur fyrir hollensku og belgísku ólympíusamböndin, meðal annars sem leiðandi íþróttasálfræðingur á ólympíuleikum og veitt ótal öðrum þjóðum ráðgjöf um hvernig eigi að byggja upp stuðningsnet fyrir ólympíuhópa. Paul er fyrrum forseti samtaka evrópskra íþróttasálfræðinga og hefur unnið að ýmsum rannsóknum fyrir alþjóða ólympíunefndina. Viðtalið við Paul var tekið upp þegar hann kom og flutti erindi á málþingi Fimleikasambands Íslands um verndun og velferð barna, unglinga og afreksmanna í íþróttum. Það fer fram á ensku.

    UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
    Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

    UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
    Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). 

    Mon, 22 Apr 2024
  • 53 - Íþróttarabb HR // 13. þáttur: Hvað er stjórnun í íþróttum?

    Íþróttafræðideild býður upp á tvíþætta meistaragráður í íþróttavísindum og stjórnun í samvinnu við Háskólann í Molde í Noregi. Kristján Halldórsson átti samtal við  Fannar Helga Rúnarssson sem tók tvö  ár í íþróttastjórnun í Molde  og starfar núna  í KSÍ,  og Hafþór Hauk Steinþórsson sem er að klára sitt fyrsta ár í Molde í vor og tekur seinna árið hér heima á Fróni. 

    Þeir ræða um námið og hvernig er að  búa í Molde sem er mikill íþróttabær. 

    UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
    Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

    UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
    Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). 

    Fri, 12 Apr 2024
  • 52 - Íþróttarabb HR // 12. þáttur: Katrín Ýr Friðgeirsdóttir

    Katrín Ýr Friðgeirsdóttir  er doktorsnemi í íþróttavísindum og svefn, þar sem hún er að skoða áhrif hreyfingar á kæfisvefn. hún hef starfað sem styrktarþjálfari í meistaraflokk og undir 15 ára liði Íslands í knattspyrnu. Hefur mikinn áhuga á þjálfun kvenna með tilliti til tíðarhringsins, áhrif tíðarhringsins á frammistöðu, svefn, endurheimt, meiðslahættu og líðan kvenna í íþróttum.

    UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
    Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

    UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
    Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). 

    Wed, 03 Apr 2024
  • 51 - Íþróttarabb HR // 11. þáttur: Dr. Hafrún Kristjánsdóttir

    Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, Prófessor, er forseti íþróttafræðideildar. Rannsóknir hennar hafa meðal annars fjallað um geðheilsu íþróttafólks, sálfræðilega færni og andlegan styrk í íþróttum ásamt afleiðingum höfuðhögga.Hafrún hefur unnið mikið með öflugasta íþróttafólki landsins en hún var sálfræðingur íslenska keppnisliðsins á Ólympíuleikunum í London 2012, í Ríó 2016 og í Tokyo 2021.  Við settums niður með Hafrúnu og ræddum um íþróttafræðideildina og rannsóknarverkefni sem hún er að vinna að. 

    UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
    Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

    UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
    Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). 

    Tue, 19 Mar 2024
Weitere Folgen anzeigen